Í fyrsta sinn ein á Voice-sviðinu

Rebekka Blöndal vakti mikla athygli í The Voice með kröftugum flutningi á Blues in the Night með Eva Cassidy í áheyrnarprufum þáttarins. Athyglin var þó ekki aðeins á fallegri röddu, heldur líka á myndarlegri óléttubumbu.

Rebekka tók sæti í liði þjálfarans Unnsteins Manuels og söng sig áfram upp úr einvígunum þrátt fyrir að tökur á þeim hafi verið daginn eftir settan dag hjá henni.

Rebekka steig því í fyrsta sinn einsömul á svið í beinu útsendingum í The Voice síðastliðinn föstudag en litla stúlkan hennar, Embla, kom í heiminn 16. október. Rebekka söng lagið Alone með Heart en einmanaleiki á sviðinu virðist ekki hafa hrjáð hana mikið því flutningurinn var glæsilegur og skilaði henni áfram í undanúrslitin.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við sjáum þig syngja án þess að vera ólétt, og ég man hvað það geislaði mikið af þér þegar þú varst ólétt, og það geislar held ég bara ennþá meira af þér núna þegar þú ert nýbökuð móðir, sagði Salka Sól. „Bara til hamingju með þennan flutning. Gæsahúð í gegn!“

Að sjálfsögðu höfðu twittverjar margt að segja um flutning Rebekku, en hún heillaði áhorfendur jafnt sem þjálfara með flutningi sínum í beinu útsendingunum.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson