Sýndi hvað hún gerir best, og komst áfram

Rebekka Blöndal steig aftur inn blús, sitt sérsvið í tónlist í undanúrslitum The Voice, og sýndi og sannaði af hverju hún á svona vel heima þar. Hún söng lagið I'd rather go Blind með Etta James og gerði það afburða vel. Það kom því fáum að óvart þegar hún söng sig áfram inn í lokaþátt The Voice.

Rebekku er margt til lista lagt. Hún er ekki bara glæsileg söngkona, hún kann líka nokkra góða hafnfirðingabrandara, eins og hún sýndi í þættinum Á tali með Hemma Gunn þegar hún var fimm ára gömul.

Þrátt fyrir glæsilega brandara var það söngurinn sem átti alla athygli landans í gær og að venju var Rebekka lofuð í hástert á samfélagsmiðlum.







mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant