Langar að prófa allt í tónlist!

Sigvaldi Helgi Gunnarsson.
Sigvaldi Helgi Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigvaldi Helgi Gunnarsson vakti mikla athygli þegar hann söng sig inn í fjögurra manna úrslit í fyrstu þáttaröð Voice á SkjáEinum síðastliðið haust. Síðan þá hefur ýmislegt breyst hjá þessum unga Skagfirðingi.

„Ég er nýfluttur til Reykjavíkur og markmiðið er að byggja upp tengslanet, ég ætla mér að halda áfram að vinna í tónlist. Núna er ég að koma mér fyrir og svona, byrja í háskólanum með öllu sem því fylgir. Ég er að flytja að heiman í fyrsta skiptið, þannig séð, og ég er svona að læra inn á þetta allt svo það hefur ekki enn verið mikill tími fyrir tónlistina, en það gerist vonandi fljótlega.“

Sigvaldi stundar nám í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ, en segir það vera varaskeifu, draumurinn liggi á öðrum stað. „Ég vonast til þess að geta að einhverjum hluta unnið í tónlist og ég ætla að gera það hvort sem það verður aðalstarf eða hlutastarf. Það væri frábært að geta verið að vinna við tónlist og notið hennar á sama tíma, þannig að það væri ekki bara vinna fyrir mér.“

Sigvaldi segir einvígið eina af uppáhaldsframmistöðum sínum í þáttunum, „Ég var mjög stressaður að fara á móti Inga, en það samt skipti ekki máli því það hefði ekki verið slæmt að tapa á móti honum.“

 

Góð tónlist er bara góð tónlist

„Mér finnst eins og tónlistarmenn flokki sig kannski of mikið í tónlistarstefnur, ég vil meira fá að gera allt,“ segir Sigvaldi þegar talið berst að stefnu hans í tónlist. „Ég væri til í að gera popp og stundum hugsa ég að ég vilji gera country…í rauninni hvað sem er. Þess vegna blús! Málið er að ég hef mest verið að covera lög, ég er líka nokkuð góður í þessu gamla stöffi, Villi Vill og fleira, sveitaballatónlist. Ég hef ekki prófað nógu mikið að fara út fyrir það en mig langar samt til þess að prófa allt í tónlist, fönk væri t.d. geggjað…en það sem ég ímynda mér að myndi virka best væri eitthvað R‘n‘B dæmi, sem er current, svo kannski prófar maður það. Góð tónlist er bara góð tónlist og ef maður er með opinn huga fyrir öllu þá gerir maður eitthvað gott.“

Útrás fyrir sköpun

„Ég er kannski ekki með nógu skýra hugsun. Mig langar að gera sjálfur plötu, mig langar til að gefa út eigið efni hvort sem það er í samstarfi við einhverja aðra eða bara ég sjálfur. Ég hef einhverja þörf fyrir að koma því til skila, fá útrás fyrir einhverja sköpun. Það þyrfti ekkert að verða einhver hitter, bara ef það myndi koma út og það myndu einhverjir fíla það sem maður væri að gera. Það væri alveg æðislegt.“

Lærði flest annað en söng

„Ég lærði ýmislegt annað en söng í tónlistarskóla, þó að ég hafi ekki haldið mig við allt. Ég lærði á píanó, en nennti ekki að æfa mig heima, þá var ég settur á blokkflautu og nennti heldur ekki að æfa mig heima, þá fór ég á trommur í nokkur ár. Næst tók ég gítarinn í hendurnar og var oft látinn spila og syngja á tónleikum…það var kannski kveikjan að þessu öllu saman.“

Sigvaldi söng ekki bara á Voice-sviðinu, hann spilaði líka. Í þessari útgáfu af La La La, sem hann útsetti sjálfur, hafði hann gítarinn sér til halds og trausts.

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant