Blindprufur þeirra sem komust áfram

Helgi Björns var aflahæstur þjálfara í fyrsta þættinum og fékk …
Helgi Björns var aflahæstur þjálfara í fyrsta þættinum og fékk þrjá söngvara í sitt lið. Mynd: The Voice

Það var sannkölluð tónlistarveisla í fyrsta þætti ársins af The Voice Ísland í kvöld. Alls komust sjö þátttakendur áfram, en blindprufur þeirra má sjá hér að neðan.

Í þáttunum keppist fjöldi söngvara um hylli þjálfara þáttanna, þeirra Sölku Sólar, Helga Björns, Unnsteins Manúels og Svölu Björgvins. Söngvari stígur á svið í svokallaðri blindprufu og þjálfararnir snúa baki í hann. Líki þjálfaranum söngurinn snýr hann sér við og býður söngvaranum þar með í sitt lið. Ef fleiri en einn þjálfari snúa sér við þurfa þeir að keppast um hylli söngvarans, sem fær að ráða í hvaða lið hann gengur.

Sjö þátttakendur komust áfram

Karítas Harpa Davíðsdóttir er 25 ára gömul og kemur frá Selfossi. Hún söng lagið One and only með stórsöngkonunni Adele og gerði það með svo miklum glæsibrag að Helgi, Svala og Salka sneru sér öll við. Eftir mikið þref þjálfaranna ákvað hún að ganga til liðs við Sölku.


Hafrún Kolbeinsdóttir er ekki ókunnug Voice sviðinu en hún átti góðu gengi að fagna í þýsku útgáfu þáttanna. Í áheyrnarprufunni söng hún lagið Video Games með söngkonunni Lana Del Rey með sinni sérstöku og hljómfögru rödd og valdi Helga sem sinn þjálfara að loknum flutningnum.

Arnar Dór Hannesson syngur einna helst gospeltónlist en ákvað að teygja sig út fyrir þægindarammann og söng lagið Nothing Else Matters með þungarokkssveitinni Metallica. Valið virtist ekki af verri endanum, frekar en söngurinn og þrír þjálfarar sneru sér við. Þegar upp var staðið var það Helgi Björns sem Arnar valdi sem sinn þjálfara.

Soffía Karlsdóttir söng lagið Think eftir Aretha Franklin með svo mikilli innlifun að bæði Svala og Helgi, ekki bara sneru sér við, heldur fóru út á gólf og dönsuðu. Aftur varð það reynsluboltinn Helgi Björns sem varð fyrir valinu

Hin 16 ára gamla Guðbjörg Viðja Antonsdóttir var eini þátttakandi kvöldsins til að fá alla fjóra þjálfarana til að snúa sér við, en hún söng lagið Nobody's Perfect með Jessie J. Eftir harða baráttu þjálfaranna sín á milli varð það Unnsteinn sem varð fyrir valinu, vel veitt hjá honum því Guðbjörg var eini þátttakandinn sem hafði náð að heilla hann nægilega til að snúa stólnum sínum við allt kvöldið.

Tómas Guðmundsson söng Crazy með Gnarls Barkley sem sló rækilega í gegn fyrir einum tíu árum síðan eða svo. Tómas sló ekki síður í gegn hjá Helga sem hélt að hann væri kominn með Tómas öruggan í sitt lið, þar til Svala sneri sér við á lokatónunum og sannfærði hann um að ganga til liðs við sig.

Þegar Voice þátttakendur ákveða að syngja The Power of Love verður flestum hugsað til Céline Dion. Hljómsveitin Frankie goes to Hollywood á hins vegar lag með sama nafni og það var lagið sem Valgerður Þorsteinsdóttir söng svo vel að Svala Björgvins sneri sér við alveg heilluð. „Ég held að þetta sé mitt fyrsta stel mission,“ sagði Salka sem var líka mjög hrifin af flutningnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler