Bað um að vera ekki „blindi keppandinn“

Iva Marín Adrichem er 18 ára gamall nemandi við MH og eini blindi keppandinn í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland. Hún segir upplifunina í áheyrnarprufunni líklega ekki hafa verið mikið öðruvísi hjá henni en hjá öðrum þátttakendum.

„Það er massív þjálfun hjá söngvurum að halda augunum opnum til halda tengingu, og ég held að það hafi verið rosa kostur að vita ekki hvort að einhver hafi snúið sér við eða ekki.“

Hrædd um að vera gerð að fórnarlambi

Iva hafði efa­semd­ir um þátt­tök­una í The Voice Ísland. „Svona þætt­ir snú­ast stund­um pínu um to tell a sad story og ég var hrædd um að vera gerð að maj­or fórn­ar­lambi. Ég hef séð blindan kepp­anda í svona þætti og það hræðilegt. Ég lagði fram beiðni um að vera ekki „blindi kepp­and­inn“ og framleiðsluteymið hjá Sagafilm var sam­mála því að slíkt myndi ekk­i virka á Íslandi. Það yrði bara kjánalegt.“

Iva hafði hálft í hvoru búist við því að komast ekki áfram, en það var vinkona hennar sem skráði hana í þáttinn. „Þrátt fyrir efasemdirnar langaði mig að taka þátt þar sem ég sá tækifæri til að næla mér í þjálfun í sviðsframkomu og tjáningu. Það er nokkuð sem mig skortir og ég á erfitt með að ná tökum á, m.a. sökum þess að ég sé ekki neitt og geri mér ekki grein fyrir í hverju tjáning felst.“

Stressið náði tökum

Iva var ekki nógu ánægð með frammistöðu sína í blindpruf­um þátt­anna, en hún komst ekki áfram. „Stressið náði tökum á mér og það heyrðist greini­lega í rödd­inni. Ég negldi ekki lagið eins og ég hafði verið að gera á æf­ing­um. En "c'est la vie"!“

Þrátt fyr­ir að vera ekki nema 18 ára göm­ul er Iva alls ekki ókunn sviðinu. Hún hef­ur tekið þátt í tveim­ur upp­færsl­um hjá Íslensku Óper­unni, tók þátt á söngkeppni Samfés 2014 og söng fyr­ir hönd MH í Söng­keppni fram­halds­skól­anna árið 2015, en atriðið má sjá hér að neðan.

Réttindabarátta með reisn

Iva tek­ur virk­an þátt í starfi Tabú og hef­ur sterk­ar skoðanir á rétt­inda­bar­áttu fatlaðra. „Það er mik­il­vægt að rétt­inda­bar­átta gangi ekki út á fórnarlambsvæðingu, en því miður virka reynslusögur sem oft á tíðum spila inn á tilfinningar best þegar höfða á til almennings. Mér finnst að rétt­inda­bar­átta sé ekki unn­in öðru­vísi en að fólk haldi mannlegri reisn. Það að spila inn á tilfinningaþrungnar reynslusögur er virkilega fín lína, en stund­um verður maður að lúffa fyr­ir þessu þar sem tilfinninga-taktíkin nær einna best til eyrna almennings. Ég reyni sjálf að vara mig á neikvæðninni og reyni að gefa minni rétt­inda­bar­áttu sem ein­stak­ling­ur,eins já­kvæðan vink­il og mögu­legt er.“

Iva seg­ir starfið í Tabú hafa gefið henni margt. „Ég hefði aldrei orðið eins víðsýn og hefði ekki verið í þess­ari bar­áttu ef ég væri ekki með fötl­un, svo þetta eru viss for­rétt­indi.“

Stefnir á snemmbúna útskrift og síðan á Amsterdam

Iva hef­ur stundað nám í klass­ísk­um söng í Tón­list­ar­skól­an­um í Garðabæ síðan hún var þrett­án ára göm­ul. „Klass­ísk­ur grunn­ur er nátt­úru­lega mjög næs að hafa, svo vil ég bara gera sem mest og fjöl­breytt­ast, en reyna að skara framúr í klass­ík­inni, Alla­vega núna, svo get­um við séð til eft­ir nokk­ur ár… sér­stak­lega eft­ir Voice reynsluna þá hef ég svo­lítið misst ör­yggið í popp­inu.“

Iva stefn­ir á að ljúka stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um við Hamra­hlíð um jól­in og sér fyr­ir sér að eyða vorönn­inni í að mestu í tónlist. „Ég er með ým­is­legt efni í hönd­un­um sem væri synd að vinna ekki með. Ég kemst hvort eð er ekki í neinn há­skóla á vorönn svo ég þarf að nýta tím­ann ein­hvern­veg­in!“

Það er klassískur söngur sem á hug og hjarta Ivu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant