Fjögurra stóla flutningur

Fyrsti þáttur haustsins af The Voice Ísland endaði með hvelli. Hin 16 ára gamla Guðbjörg Viðja Antonsdóttir steig á svið og var eini þátttakandi kvöldsins til að fá alla fjóra þjálfarana, ekki bara til að snúa sér við, heldur standa upp úr sætunum og klappa þar að auki.

Þrátt fyrir ungan aldur er Guðbjörg ekki óvön sviðinu, en hún tók þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna í vor og söng Somebody to Love með Queen. Flutningurinn hlaut mikið lof og lenti í 3. sæti auk þess að vinna símakosninguna.

Gæti staðið í stafni Titanic

Í Voice var það hins vegar lagið Nobody‘s perfect með söngkonunni Jessie J sem Guðbjörg flutti með svona líka góðum árangri. Um leið og flutningnum lauk hófst kröftug barátta milli þjálfaranna um að fá Guðbjörgu í sitt lið, eins og sjá má í myndskeiðinu.

Meðal þess sem Helgi lét flakka var að hann væri með fimm smelli á árinu og sagði Guðbjörgu geta staðið í stafninum á Titanic. Svala sagði að plötufyrirtæki myndu gera samning við hana á staðnum og Salka sagði flutninginn óaðfinnanlegan. Komst svo að því að Guðbjörg spilar á harmonikku, líkt og hún sjálf, og stakk upp á að þær tækju dúett.

Unnsteinn fylgdist opinmynntur með flutningnum.
Unnsteinn fylgdist opinmynntur með flutningnum. Mynd: The Voice

Trúði ekki að hún væri 16 ára

Þessi fögru orð dugðu ekki til, það var Unnsteinn sem varð fyrir valinu. Hann fékk til liðs við sig eina söngvarann sem hann hafði sýnt áhuga á þetta kvöldið.

„Þetta er örugglega í eina skiptið sem ég hef ýtt svona snemma á bjölluna, ég vil oft bíða lengur og heyra hvað krakkarnir geta gert hátt uppi, en ég heyrði það strax, hún var svo örugg á fyrstu tónunum. Svo kom ég baksviðs og fattaði að hún var 16 ára, ég trúði því ekki!“ sagði Unnsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler