Lét ræningjann greiða fyrir máltíðina

Maður, sem rændi núðluveitingastað í Ósaka í Japan, greiddi reikninginn fyrir máltíð áður en hann hvarf á braut með skiptimynt úr peningakassanum.

Maðurinn kom inn á núðlubarinn og bað um skál af rawen-núðlum. Eftir að hafa lokið máltíðinni dró hann upp hníf og hótaði afgreiðslumanninum og krafðist þess að hann afhenti sér peninga. Afgreiðslumaðurinn rétti ræningjanum 46 þúsund jen, jafnvirði um 25 þúsund króna en krafðist þess jafnframt að maðurinn greiddi fyrir máltíðina. Ræninginn lét afgreiðslumanninn þá fá 1000 jena seðil og beið eftir því að fá 100 jen til baka áður en hann hvarf á braut með feng sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir