Bjór fyrir hunda úr kjötsoði og malti á markað

Það er tilvalið að verðlauna Snata fyrir vel unnin störf …
Það er tilvalið að verðlauna Snata fyrir vel unnin störf með einum Kwispelbier

Hollendingnum Terrie Berendson fannst hundurinn sinn ekki síður eiga skilið að sötra bjór að loknum erfiðum degi við veiðar úti í skógi. Berendson ákvað því að hanna bjór sérstaklega fyrir hundinn sinn, sem nú hefur verið settur á almennan markað í Hollandi. Fréttavefur danska blaðsins Berlingske Tidende segir frá þessu.

Berendson rekur dýraathvarf í bænum Zelheim, en fer reglulega á veiðar í Austurríki ásamt veiðihundinum sínum, sem er af tegundinni Weimeraner. Að veiðunum loknum sest hún gjarnan með hundinum út á verönd, og drekkur bjór.

Nú fær hundurinn einnig að lepja öl, því Berenden lét brugghús í nágrenninu aðstoða sig við að brugga áfengislausan bjór úr malti og kjötsoði, sem sérstaklega er lagaður að smekk hunda. Bjórinn er nú seldur undir merkinu Kwispelbier, ekkert er því til fyrirstöðu að menn drekki hann, nema hvað hann mun vera um fjórum sinnum dýrari en sá sem ætlaður er til manneldis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka