Óvænt flugferð í dýragarðinum

Teiknimyndafíllinn Horton og vinur hans Morton.
Teiknimyndafíllinn Horton og vinur hans Morton.

Svangur fíll  í skemmtigarðinum Fiske- og Familieparken í Hee við Ringkøbing í Danmörku greip á þriðjudag barnavagn með rana sínum sveiflaði honum upp í loftið. Tæplega tveggja ára drengur sat í vagninum. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Fam kemur í staðarblaðinu Holstebro-Struerað drengurinn hafi verið í garðinum ásamt móður sinni, annarri konu og þremur öðrum börnum. Þau hafi staðið við búr fílsins Rambo er hann rétti skyndilega fram ranann, greip í  barnavagninn og hóf hann á loft.

Móðir drengsins Henriette Lundager, segir það hafa tekið nærstadda dágóða stund að ná vagninum niður. Drenginn sakaði ekki en hún hefur þó kært atvikið til lögreglu.

Eigandi fílsins sirkusprinsessan Isabella Enoch, segir hins vegar enga hættu hafa verið á ferðum. „Rambo vildu athuga hvort það væri matur í vagninum og togaði hann því til sín til að kíkja betur ofan í hann. Þá fóru konurnar að æpa og toga í vagninn á móti. Það gerðist nú ekki annað en það,” segir hún

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir