Lélegustu auglýsingar ársins

Tiger Woods er meðal þeirra sem kemur fram í lélegustu …
Tiger Woods er meðal þeirra sem kemur fram í lélegustu auglýsingu ársins að mati Breta MATT SULLIVAN

Sjónvarpsauglýsing með golfaranum Tiger Woods, tennisleikaranum Roger Federer og knattspyrnumanninum Thierry Henry þar sem þeir mæla með rakvél frá Gilette var valin lélegasta auglýsing ársins af samtökum breskra tímarita í dag.

Segir í niðurstöðu dómnefndar að auglýsingin sé skelfilega léleg og þær milljónir sem hún hafi kostað Gillette hafi verið illa varið.  Í auglýsingunni koma íþróttamennirnir fram og lýsa því yfir hvernig þeir líti ekki til baka heldur horfi fram á við. 

Önnur lélegasta auglýsingin var auglýsing frá breska gleraugnaframleiðandanum SpecSavers þar sem franska söngkonan Edith Piaf syngur „Je Ne Regrette Rien". 

Franski bílaframleiðandinn Renault hafnaði í þriðja sætinu fyrir auglýsingu sem hlaut þann vafasama heiður að vera verst hljóðsetta auglýsing ársins. 

Hér er hægt að horfa á auglýsingarnar sem höfnuðu í tíu efstu sætunum yfir lélegustu auglýsingar ársins

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka