Sjónvarpsauglýsing með golfaranum Tiger Woods, tennisleikaranum Roger Federer og knattspyrnumanninum Thierry Henry þar sem þeir mæla með rakvél frá Gilette var valin lélegasta auglýsing ársins af samtökum breskra tímarita í dag.
Segir í niðurstöðu dómnefndar að auglýsingin sé skelfilega léleg og þær milljónir sem hún hafi kostað Gillette hafi verið illa varið. Í auglýsingunni koma íþróttamennirnir fram og lýsa því yfir hvernig þeir líti ekki til baka heldur horfi fram á við.
Önnur lélegasta auglýsingin var auglýsing frá breska gleraugnaframleiðandanum SpecSavers þar sem franska söngkonan Edith Piaf syngur „Je Ne Regrette Rien".
Franski bílaframleiðandinn Renault hafnaði í þriðja sætinu fyrir auglýsingu sem hlaut þann vafasama heiður að vera verst hljóðsetta auglýsing ársins.