Bjargaði lífi ungs drengs með borvél

mbl.is/Þorkell

Ástralskur læknir bjargaði lífi ungs drengs þegar hann notaði venjulega borvél til að bora í höfuðkúpu piltsins, en blóðkökkur hafði myndast í höfði hans. Læknirinn varð að beita þessari aðferð þar sem viðeigandi tæki og tól voru ekki til á sjúkrahúsinu í bænum Maryborough.

Læknirinn Rob Carson varð að bora í höfuð hins 13 ára gamla Nicholas Rossi eftir að drengurinn hafði dottið af hjólinu sínu og meitt sig á höfði.

Fram kemur á fréttavef BBC að Carson hafði aldrei gert þetta áður og varð hann því að fá leiðbeiningar frá taugaskurðlækni í Melbourne.

Faðir piltsins segir að aðferðir Carsons hafi bjargað lífi sonar síns.

„Þetta er ekki eitthvað persónulegt afrek, þetta er bara hluti af starfinu,“ sagði læknirinn við blaðamenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir