Ástralskur læknir bjargaði lífi ungs drengs þegar hann notaði venjulega borvél til að bora í höfuðkúpu piltsins, en blóðkökkur hafði myndast í höfði hans. Læknirinn varð að beita þessari aðferð þar sem viðeigandi tæki og tól voru ekki til á sjúkrahúsinu í bænum Maryborough.
Læknirinn Rob Carson varð að bora í höfuð hins 13 ára gamla Nicholas Rossi eftir að drengurinn hafði dottið af hjólinu sínu og meitt sig á höfði.
Fram kemur á fréttavef BBC að Carson hafði aldrei gert þetta áður og varð hann því að fá leiðbeiningar frá taugaskurðlækni í Melbourne.
Faðir piltsins segir að aðferðir Carsons hafi bjargað lífi sonar síns.
„Þetta er ekki eitthvað persónulegt afrek, þetta er bara hluti af starfinu,“ sagði læknirinn við blaðamenn.