Skógarbjörn réðist á ferðamenn

Níu ferðamenn slösuðust í Japan þegar asískur svartbjörn réðist á þá. Ferðamennirnir voru staddir við stoppistöð í fjallahéraði í Mið-Japan. Björninn var að lokum skotinn af veiðimönnum.

Hin hryllilegu augnablik árásarinnar náðust á kvikmynd en einn viðstaddra var með upptökuvél. Einhverjir viðstaddra horfðu á þegar björninn kastaði ferðamanni í jörðina þar sem björninn klóraði hann svo og beit.

Ferðamenn og starfsfólk minjagripaverslunar sem þarna er flúðu í skelfingu undan birninum sem réðist á alla sem urðu á vegi hans. Níu manns slösuðust þar af fjórir alvarlega.

Fólkið lokaði sig inni í rútu sem þarna var.

Björninn var að lokum skotinn af veiðimönnum eftir að hann hljóp gegnum stoppistöðina og inn í minjagripaverslunina þar sem starfsfólk lokaði hann inni. 

Ekki liggur fyrir hvers vegna æði rann á björninn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir