Það borgar sig ekki alltaf að fara inn á samskiptavefinn Facebook í vinnunni. Á því fékk 19 ára gamall innbrotsþjófur í Vestur-Virginíu að kenna nýlega.
Pilturinn er grunaður um að hafa skriðið inn um glugga á húsi í bænum Martinsburg og stolið tveimur demantshringjum, sem metnir eru á um hálfa milljón íslenskra króna.
En á meðan þjófurinnvar inni í húsinu virðist hann hafa fyllst mikilli þörf á að skoða Facebook-síðu sína á netinu. Það gæti orðið honum að falli því hann gleymdi að logga sig út á áður en hann hélt á braut. Sönnunargögnin blöstu við þegar lögreglan var kölluð til.
Lögreglan var því ekki höndum seinni að handtaka Facebooksíðueigandann sem hefur nú verið ákærður fyrir innbrotið. Hann á yfir höfði sér fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur.