450 kíló og á leiðinni í aðgerð

Manuel Uribe var þyngsti maður í heimi. Hér sést hann …
Manuel Uribe var þyngsti maður í heimi. Hér sést hann þegar hann hélt upp á að hafa misst 180 kíló. AP

Breska götublaðið The Sun segir frá því í dag að breskur karlmaður, sem sé mögulega þyngsti maður í heimi, muni brátt fara í skurðaðgerð í þeim tilgangi að létta sig.

Paul Mason, sem er 48 ára gamall, vegur 450 kg, eða tæplega hálft tonn. Blaðið heldur því fram að hann sé þyngsti maður í heimi. Talsmenn Heimsmetabókar Guinness hafa hins vegar ekki staðfest þetta.

Manuel Uribe frá Mexíkó á metið, en hann vó 560 kg í janúar 2006. Uribe hefur hins vegar grennst og því getur verið að Mason verði krýndur þyngsti maður í heimi.

Mason býr á jarðhæð í sérútbúinni íbúð í Ipswich í Englandi. Hann treystir á hóp sjö heilbrigðisstarfsmanna sem þvo hann og sjá til þess að hann fái ekki legusár. 

Hann verður brátt fluttur á sjúkrahús sem sérhæfir sig í meðhöndlun offitusjúklingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir