Ný könnun leiðir í ljós að íþróttamenn á háskólaaldri eru talsvert líklegri til þess að drekka mjög mikið af orkudrykkjum þegar þeir neyta áfengis en þeir sem stunda ekki íþróttir.
Sama könnun sem var útbúin af Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum og Háskólann við Missouri leiddi einnig í ljós að þegar fólk drekkur orkudrykki eykst áhættutaka. Þetta á sér í lagi við um karlmenn en rannsóknin sýnir að með því að blanda koffíni við alkóhól urðu íþróttamennirnir sem notaðir voru í könnuninni enn ölvaðri og þannig líklegri til þess að taka meiri áhættu, heldur en með alkóhólinu einu.
Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið mikið á síðustu árum í Bandaríkjunum eða frá sölum fyrir 200 milljónir Bandaríkjadala árið 2002 í 3.5 milljarða Bandaríkjadala árið 2006.
Ekki er ljóst hvort aukin eftirspurn markaðarins fyrir orkudrykkjum sem auka áhættusækni hafi fundið leið sína á Wall Street árið 2006.