Kynlífsflokkurinn býður fram

Fiona Patten.
Fiona Patten.

Boðað hefur verið til þingkosninga í Ástralíu í ágúst og þar ætlar Kynlífsflokkurinn sér stóra hluti. Segist flokkurinn ætla að lífga upp á kosningabaráttuna svo um muni.

Fiona Patten, leiðtogi flokksins, kynnti stefnuskrá hans á bar í Melbourne í morgun og sagði þar að flokksmenn myndu láta hárið á Tony Abbott, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, rísa og gera Juliu Gillard, forsætisráðherra, gráhærða.

„Við höfum alltaf sótt fram og viljum gjarnan láta til okkar taka," sagði Patten og gerði um leið gys að kosningaslagorðum hefðbundnu flokkanna.

Meðal stefnumála Kynlífsflokksins er að lögleiða líknardráp, leyfa fíkniefni til einkanota og afnema stranga klámlöggjöf Ástralíu. Patten sagðist gera sér góða von um að fá að minnsta kosti einn þingmann kjörinn í öldungadeild ástralska þingsins. 

Frambjóðandi Kynlífsflokksins í Sydney, þar sem Abbott er frambjóðandi, er gamanleikari sem hefur boðist til að heimsækja kjósendur íklæddur baðfötum einum saman. 

Patten bauð sig fram í aukakosningum í kjördæminu Higgins á síðasta ári og fékk þá 3% af greiddum atkvæðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka