Farþegum tilkynnt að vélin væri að hrapa

Boeing 747 flugvélar frá British Airways.
Boeing 747 flugvélar frá British Airways. Reuters

Skelfingu lostnir farþegar í flugvél, sem var á leið frá Lundúnum til Hong Kong, bjuggu sig undir brotlendingu eftir að flugstjóri vélarinnar tilkynnti í hátalarakerfið að neyðarástand ríkti um borð og vélin væri um það bil að lenda á sjónum.

Að sögn breska blaðsins Sun í dag heyrðu 275 farþegar í Boeing 747 flugvél British Airways eftirfarandi tilkynningu. „Það er neyðarástand. Við kunnum innan skamms að þurfa að nauðlenda á sjó." 

Flugvélin var yfir Norðursjónum og farþegar byrjuðu að búa sig undir það versta þar til flugfreyjur komu hlaupandi eftir flugvélarganginum og hrópuðu að tilkynningin hefði verið lesin fyrir mistök.  

British Airways sagði, að um væri að ræða sjálfvirka tilkynningu á segulbandi, sem tölva hefði sett af stað.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Loka