Skógareldur í Kalíforníu kviknaði þegar kylfingur nokkur var að reyna að slá kúlu sína út úr karga. Golfkylfan lenti á steini og neistar, sem mynduðust kveiktu í gróðrinum.
Breska ríkisútvarpið BBC hefur þetta eftir slökkviliðsmönnum í Irvine í Kalíforníu. Embættismenn segja, að kylfingurinn seinheppni, verði ekki látinn svara til saka.
Um 150 slökkviliðsmenn börðust við eldinn, sem logaði í hæð við Shady Canyon golfvöllinn.