Drógu 232 tennur úr munni pilts

17 ára gamall indverskur piltur, Ashik Gavai, gekkst undir sjö klukkustunda aðgerð á mánudag, þar sem tannlæknar fjarlægðu 232 tennur úr munni hans. Ashik var lagður inn með mikla bólgu í hægri kjálka, en hann hafði að sögn liðið sárar þjáningar í 18 mánuði.

Faðir hans óttaðist að um krabbamein væri að ræða og fór með soninn til Mumbaí í von um hjálp, þar sem læknum í heimaþorpi hans tókst ekki að greina orsökina. Dr. Sunanda Dhiware, yfirmaður tannlækningadeildar JJ sjúkrahússins í Mumbaí, segir í samtali við BBC að kvillinn sem hrjáði piltinn sé afar sjaldgæfur og skilgreinist sem nokkurs konar góðkynja æxli, eða óeðlilegur beinvöxtur í gómi.

Hún segist aldrei hafa séð neitt þessu líkt á 30 ára ferli sem skurðlæknir, en að hún hafi verið „himinlifandi að taka við svona spennandi tilfelli“.

Margfalt heimsmet

Talið er að um heimsmet í tannfjölda sé að ræða, en til eru eldri dæmi um allt að 37 aukatennur í einum munni. Æxlin myndast yfirleitt í efri kjálka, en í tilfelli Ashik var það í djúpt í neðri kjálka með margfalt fleiri tönnum en áður þekkist.

Tveir skurðlæknar og tveir skurðhjúkrunarfræðingar tóku þátt í aðgerðinni sem tók, sem fyrr segir, sjö klukkustundir. Dr. Dhiware segir að í byrjun hafi þurft að nota hamar og meitil til að losa um æxlið. 

„Þegar okkur hafði tekist að opna á það tíndust litlar tennur út, ein af annarri. Til að byrja með söfnuðum við þeim vandlega saman og röðuðum upp, þær voru eins og litlar hvítar perlur. En svo fórum við að verða þreytt. Við töldum 232 tennur í allt,“ hefur BBC eftir lækninum.

Ashik er nú með 28 tennur.

Ashik Gavai sat í tannlæknastólnum í 7 klukkustundir meðan tennurnar …
Ashik Gavai sat í tannlæknastólnum í 7 klukkustundir meðan tennurnar voru fjarlægðar úr honum. AFP
Indverskir skurðlæknar fjarlægðu 232 tennur úr unglingspiltinum Ahik Gavai á …
Indverskir skurðlæknar fjarlægðu 232 tennur úr unglingspiltinum Ahik Gavai á JJ sjúkrahúsinu í Mumbai. AFP
Indverskir skurðlæknar fjarlægðu 232 tennur úr unglingspiltinum Ahik Gavai á …
Indverskir skurðlæknar fjarlægðu 232 tennur úr unglingspiltinum Ahik Gavai á JJ sjúkrahúsinu í Mumbai. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant