Varað við miklum hita í flestum héruðum Portúgal

Ferðamannahéraðið Faro virðist sleppa við ofsahita í dag.
Ferðamannahéraðið Faro virðist sleppa við ofsahita í dag. Brynjar Gauti

Yfirvöld í Portúgal hafa lýst yfir næsthæsta viðbúnaðarstigi í 9 héruðum af 18 vegna hitabylgju, en spáð er 34-41°C hita þar í dag. Héruðin eru Braga, Braganca, Evora, Guarda, Leiria, Lisbon, Santarem, Vila Real og Viseu. Viðbúnaðarstigið er appelsínugult, það næsthæsta af fjórum mögulegum, og á við þá hættu sem stafar að fólki vegna hitans. Í sjö öðrum er einnig varað við hita en ekki eins miklum.

Heilbrigðisyfirvöld hafa ráðlagt fólki að drekka mikið af vatni, vera innandyra og í skugga. Auk þess að fólk beðið um að fylgjast með heilsu ættingja sinna og nágranna.

Í sjö öðrum héruðum er gult viðbúnaðarstig, það næstvægasta. Í tveimur héruðum er ekki búist við svo miklum hita að hætta geti stafað af, í Aveiro og Faro. Í ágúst 2003 létust um 2.000 af völdum hita með einum eða öðrum hætti í Portúgal. Í kjölfar þeirrar hitabylgju var þessu viðvörunarkerfi komið á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka