Fellibylurinn Gordon nálgast Bretland

Bretar undirbúa sig undir mikinn veðurofsa en óttast er að fellibylurinn Gordon muni koma að landi þar síðar í vikunni. Talið er að Gordon hafi róast nokkuð er hann kemur að landi þar sem hann er í hámarki nú er hann stefnir á Azoreyjar. Er vindhraðinn nú um 160km/klst en hann verður væntanlega 75 km/klst þegar hann gengur yfir Bretland og Írland.

Gordon fylgir bæði mikil rigning og rok þannig að erfiðlega gæti gengið að spila golf á Rydersmótinu sem haldið er í Dublin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka