Cherie Blair sögð hafa kallað Brown lygara

Tony og Cherie Blair er þau komu til kirkju í …
Tony og Cherie Blair er þau komu til kirkju í Manchester á Englandi í gær. AP

Cherie Blair, eiginkona Tony Blair forsætisráðherra Bretlands hefur óviljandi stolið senunni á flokksþingi breska Verkamannaflokksins í dag en Cherie er sögð hafa muldrað „lygari” er Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, flutti ræðu þar sem hann hlóð Tony Blair lofi og sagðist líta á það sem forréttindi að hafa fengið að vinna með honum.

Fréttastofan Bllomberg segir fréttamann sinn hafa heyrt Cherie muldra þetta í barm sinn en skrifstofa forsætisráðherrans hefur þegar vísað því á bug. „Sagan er algerlega ósönn. Bloomberg ætti þegar í stað að afturkalla hana,” segir í yfirlýsingunni.

Lífseigur orðrómur hefur verið á kreiki um samstarfsörðugleika Brown og Blair en þeir hafa báðir reynt að gera sem minnst úr hönum að undanförnu. Brown, sem hefur unnið með Blair í 23 ár, hefur m.a. sagt að það ætti varla að koma á óvart að ágreiningur komi upp á milli náinna samstarfsmanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka