Fjöldi fólks rafmagnslaus vegna mikillar snjókomu í New York ríki

Fólk hefur lent í vandræðum í Buffalo.
Fólk hefur lent í vandræðum í Buffalo. AP

Mikil snjókoma hefur valdið töluverðum vandræðum í vesturhluta New York ríkis í Bandaríkjunum, en vegir hafa lokast og rafmagnslínur slitnað með þeim afleiðingum að hundruð þúsunda hafa verið án rafmagns. Mjög óvenjulegt er að svo mikið snjói á þessum slóðum á þessum tíma. Mesta snjókoma á einum októberdegi frá upphafi mælinga mældist í borginni Buffalo í dag, en mælingar hófust árið 1870. Í morgun var um 60 cm jafnfallinn snjór á svæðinu og var búist við að sú tala mundi hækka um að minnsta kosti 12 cm.

Yfirvöld á svæðinu hafa hvatt fólk til þess að halda sig heima, en talið er að um 300.000 manns séu án rafmagns. Fjöldi björgunarmanna er að störfum til að aðstoða fólk í neyð. Engar fregnir hafa borist af slysum á fólki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert