Fellibylurinn Páll hefur sótt í sig veðrið þennan sólarhringinn og er nú kominn í styrkleikaflokk tvö þar sem hann er úti fyrir vesturströnd Mexíkó og ógnar suðurhluta Baja í Kaliforníu, að því er bandaríska fellibyljamiðstöðin í Miami greinir frá. Búast megi við að bylurinn styrkist í dag og hraði hans aukist.
Mestur vindstyrkur í Páli hefur mæst 44 metrar á sekúndu, og stefnir hann í vest-norðvestur með um sjö km hraða. Gefin var út aðvörun í gær á Baja-skaga. Fellibylurinn kann að koma inn yfir land á skaganum á morgun og síðan yfir meginland Mexíkó, gangi núgildandi spár eftir.
Tveir fellibylir gengu yfir Mexíkó í síðasta mánuði, og varð annar þeirra fimm manns að bana.