Pinochet dæmdur í stofufangelsi

Pinochet sést heilsa hermönnun sínum á valdatíma sínum sem einræðisherra.
Pinochet sést heilsa hermönnun sínum á valdatíma sínum sem einræðisherra. Reuters

Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra Chile, hefur verið dæmdur í stofufangelsi vegna glæpa sem voru framdir í fangelsi á áttunda áratug síðustu aldar.

Á föstudag sakaði dómarinn Alejandro Solis Pinochet, sem er níræður, um mannrán, morð og pyntingar.

Leynilögregla fyrrum einræðisherrans stýrði Villa Grimaldi fangelsinu þar sem þúsundir manna voru pyntaðir á milli 1974 og 1977.

Yfir 3.000 manns létust eða „hurfu“ sporlaust á meðan Pinochet var við völd frá 1973-1990.

Solis yfirheyrði Pinochet í tengslum við Villa Grimaldi málið og lýsti því svo yfir að hershöfðinginn aldurhnigni gerði sér fulla grein fyrir afleiðingum orða sinna.

Pinchet hefur verið kærður vegna 36 mannrána (eða mannshvarfa), morðs og 23 pyntinga sem áttu sér stað í Villa Grimaldi.

Pinochet nýtur lagalegrar friðhelgi sem fyrrverandi forseti, en dómstólarnir geta strípað hann þeim forréttindum. Slíkt hefur gerst í fjölda mála sem snúa að mannréttindum og fjármálum.

Í fyrra var Pinochet dæmdur í sjö vikna stofufangelsi vegna hvarfa þriggja andófsmanna á meðan hann var við völd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert