Demókratar ná völdum í fulltrúadeildinni

Demókratar hafa tryggt sér völd í fulltrúadeild bandaríska þingsins eftir tólf ár í minnihluta þar. 218 sæti í deildinni þarf til að ná meirihluta, en demókratar hafa tryggt sér 197 sæti og eru líklegir samkvæmt tölum til að ná 34 sætum í viðbót, samanlagt 231 sæti. Repúblikanar hafa tryggt sér 159 sæti og eru með 41 inni til viðbótar samkvæmt nýjustu tölum.

Samkvæmt þessu hafa demókratar bætt við sig 21 sæti og tryggt sér öruggan meirihluta, ekki er hins vegar útlit fyrir að demókratar tapi nokkrum af sínum þingmönnum. Þetta þýðir að öllum líkindum einnig að demókratinn Nancy Pelosi verður fyrsti kvenforseti neðri deildarinnar í sögu Bandaríkjanna.

Nancy Pelosi ásamt þingmönnum demókrata
Nancy Pelosi ásamt þingmönnum demókrata AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka