Heilbrigðisráðherra Íraks segir 150.000 óbreytta borgara hafa látið lífið

Íraskir drengir leika sér á götu í Bagdad en öll …
Íraskir drengir leika sér á götu í Bagdad en öll umferð bíla er bönnuð í borginni í dag. AP

Ali al-Shamari, heilbrigðisráðherra Íraks, segir að 150.000 óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásum og átökum í landinu frá innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak en það er þrefalt hærri tala en yfirvöld í Írak hafa hingað til viljað staðfesta. Shamari, sem er ráðherra flokks sem er andvígur veru Bandaríkjahers í landinu, segir þessa tölu byggða á því að hundrað lík séu daglega flutt í líkhús landsins. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Tölur um fallna borgara í Írak hafa verið á reiki en í síðasta mánuði hélt breska læknatímaritið The Lancet því fram að 650.000 írakar hefðu látuð lífið frá innrásinni. George W Bush Bandaríkjaforseti og aðrir bandarískir embættismenn hafa þó vísað því á bug.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka