Nóvember er votviðrasamur víða um heim

Seattle-borg í Bandaríkjunum, sem er þekkt fyrir grámyglulegt veðurfar og rigningu, er nálægt því að slá sitt eigið votviðramet. Í gær, er þúsundir manns tóku þátt í Seattle maraþoninu, mældist úrkoman vera 20,3 mm, og ef allt er tekið saman hefur úrkoman í nóvember mælst vera 383 mm sem er nálægt því að vera met. Núverandi metið, sem var sett í desember árið 1933, er 389,4 mm úrkoma.

Ekki er ástandið skárra í Björgvin í Noregi en þar hefur rignt upp á hvern einasta dag nú í nóvember. Ef árið er skoðað í heild þá hefur rignt 202 daga það sem af er þessu ári.

Til samanburðar hefur verið rigning í 16 daga í nóvember í Tromsø, þeir hafa verið 17 í Ósló og 18 blautir dagar hafa hrjáð íbúa Værnes, þ.e. þá sem þykir rigningin ekki vera góð.

Veðurspáin lítur ekki vel í út fyrir íbúa í Björgvin en gert er ráð fyrir áframhaldandi úrhelli.

Hvað varðar Seattle, nú þegar desember er rétt handan við hornið og veðurspáin gerir ráð fyrir köldu og ekki eins blautu veðri og verið hefur, er óvíst hvort sú snjókoma eða rigning sem er í kortunum dugi til þess að slá gamla metið.

Naeema Cushmeer, sem er veðurfræðingur hjá bandarísku veðurstofunni, segir að það sé nokkuð snúið að ná að slá gamla metið. Samkvæmt veðurspánni er mestu leyti gert ráð fyrir kaldri og nokkuð vætulítilli tíð framundan. Þó er möguleiki á éljum í kvöld og á morgun, en ekki er talið líklegt að það rigni fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag.

Mikið slagveður gerði fyrr í þessum mánuði og hækkaði heildarmagn úrkomu á Alþjóðaflugvellinum í Seattle í 295,4 mm. Það bætti gamla metið um 0,3 mm sem var sett í nóvember árið 1988.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka