Bandarískir skriðdrekar urðu fimm stúlkum að bana þegar þeir skutu á heimili í Ramadi í Írak í dag er bandarískar hersveitir börðust við uppreisnarmenn í borginni. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Bandaríkjaher.
Þar segir að tveir uppreisnarmenn hafi byrjað að skjóta á bandaríska hermenn, sem hafi verið að aftengja vegasprengjur, af húsþaki. Hermennirnir svöruðu skothríðinni með því að láta skriðdreka skjóta á húsið.
Hermennirnir leituðu í húsinu og fundu þeir lík eins karlsmanns og fimm kvenna. Sú elsta var á unglingsaldri en sú yngsta var ungabarn.
Bandaríkjaher segir að ein kona hafi legið eftir særð í húsinu en hún afþakkaði hjálp hermannanna.
Íbúar í nágrenninu sögðu síðar við hermennina að uppreisnarmenn hafi notað húsið til þess að fela sig.
Að sögn talsmanns Bandríkjahers er unnið að því að bjóða eftirlifandi ættingjum stúlknanna aðstoð.