Sendiherra Bandaríkjanna segir þíðu í samskiptum Ísraela og Sádi-Araba

Richard Jones, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael hefur staðfest að bein samskipti hafi verið á milli yfirvalda í Ísrael og Sádi-Arabíu en ekkert stjórnmálasamband er á milli ríkjanna. Sendiherrann sagðist ekki þekkja smáatriði málsins en að sú staðreynd að þessir aðilar geti haft samskipti og hafi sýnt vilja til þess sé mjög mikilvæg. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

Þá benti hann á að ísraelskir áhrifamenn hafi rætt um hugmyndir Sádi-Araba um friðarferli Ísraela og Araba frá árinu 2002 á jákvæðari nótum að undanförnu en áður. „Ég held að þeir hafi gert sér grein fyrir því að stefna Sádi-Araba hefur þróast á undanförnum árum og að Sádi-Arabar hafa nú meiri áhuga á friði og sem afleiðing þess, sýna Ísraelar einnig meiri áhuga. Þannig að það er greinilega eitthvað að gerast þarna,” sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka