Saddam kann að verða hengdur á morgun

AP

Bandaríska forsetaembættið býst jafnvel við því að Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseti, verði hengdur á morgun, að því er háttsettur embættismaður í Hvíta húsinu, sem ekki vildi láta nafns síns getið, lét hafa eftir sér í gær. Sagði hann að upplýsingar Bandaríkjamanna í Bagdad bentu til þessa.

Saddam var dæmdur til dauða 5. nóvember fyrir að fyrirskipa dráp á 148 sjítum í bænum Dujail árið 1982 eftir að reynt var að ráða hann af dögum. Hann hefur einnig verið ákærður fyrir að fyrirskipa dráp á 182.000 Kúrdum árið 1988. Við drápin var beitt stórskotaliði, loftárásum, dauðabúðum og efnavopnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka