George W. Bush Bandaríkjaforseti kallar eftir breiðari samstöðu meðal Bandaríkjanna gagnvart Írakshernaðarætlun hans, sem notið hefur dvínandi stuðnings. Bush varar við því að ósigur í Írak myndi vera hörmulegur og áhrifanna muni gæta víða.
„Bandaríkjunum má ekki mistakast í Írak,“ segir í úrdrætti úr stefnuræðu forsetans sem hann mun flytja klukkan 21 að staðartíma (klukkan tvö í nótt að íslenskum). „Afleiðingarnar mistaka munu vera hörmulegar og þeirra mun víða gæta,“ segir í stefnuræðu forsetans.