Ekki er ljóst hvað tveimur mönnum gekk til er þeir óku bifreið sinni inn um glugga veslunarinnar Illum á Strikinu í Kaupmannahöfn í gær en eftir að hafa ekið inn um gluggann óku þeir út um annan glugga sem snýr að götunni Købmagergade. Þaðan héldu þeir ferð sinni áfram að bílastæðakjallara Hausers Plads en er þangða var komið virtust þeir hætta við að fara í bæinn og óku þeir því á brott á miklum hraða. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.