14 látnir í ofsaveðri á Flórída

Að minnsta kosti fjórtán létust er ofsaveður gekk yfir Flórída-ríki í Bandaríkjunum í morgun. Þrumur og eldingar fylgdu hvassviðrinu auk þess sem að minnsta kosti einn skýstrókur gekk yfir miðhluta ríkisins. Eyðilagðist fjöldi heimila sem og ein kirkja í skýstrokknum og hófust vinnuvélar á loft. Er víða rafmagnslaust í miðhluta ríkisins.

Hafa stjórnvöld í ríkinu gefið út viðvörun um að fleiri skýstrókar geti gengið yfir.

Mestu skemmdirnar urðu í Lake-sýslu þar sem fjöldi hjólhýsa eyðilagðist en mjög margir búa í hjólhýsahverfum á Flórída. Er víða ekki hægt að aka um götur sýslunnar þar sem tré sem hafa rifnað upp frá rótum loka vegum sem og leifar af hjólhýsum og innanstokksmunum.

Brak kirkju sem splundraðist í skýstrokknum.
Brak kirkju sem splundraðist í skýstrokknum. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert