Sérsveitum Hamas greidd laun með skattfé frá Ísraelum

Háttsettur liðsmaður Hamas-samtakanna hefur greint frá því að hundrað milljón Bandaríkjadollurum sem Ísraelar greiddu palestínskum yfirvöldum í uppsafnaða skatta, sem Ísraelar innheimta fyrir Palestínumenn, hafi m.a. verið varið í að greiða laun liðsmanna sérsveita Hamas-samtakanna. „Sérsveitir Hamas voru á meðal þeirra öryggissveita sem fengu hluta launa sinna greiddan,” segir heimildarmaðurinn. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Ehud Olmert, forsætisráðaherra Ísraela, krafði Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, um svör við því hvernig fjármununum hefði verið varið á fundi þeirra á sunnudag og segja ísraelskir embættismenn hann hafa staðfest að ekki hafi verið farið að tilmælum Ísraela um að laun yrðu ekki greidd með umræddu fé.

Ísraelar lögðu peningana inn á reikning Abbas í janúar og sögðu þá að þeir hefðu fengið loforð fyrir því að þeir yrðu nýttir til mannúðarverkefna á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum og til að styrkja öryggissveitir Abbas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert