Sarkozy og Royal áfram samkvæmt útgönguspám

Sarkozy virðist hafa fengið flest atkvæði, eða slétt 30%
Sarkozy virðist hafa fengið flest atkvæði, eða slétt 30% Reuters

Nær öruggt má telja að Nicolas Sarkozy og Ségoléne Royal hafi komist áfram í síðari umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Sarkozy fékk samkvæmt útgönguspám franskra fjölmiðla 30% og Royal 25,8%. Miðjumaðurinn François Bayrou, fær samkvæmt þessum tölum 18,2% en Jean Marie Le Pen 11,1%. Þetta kom fram á sjónvarpsstöðinni M6.

Það verður því að teljast næsta víst að kosið verði milli Sarkozy og Royal í síðari umferð kosninganna þann 6. maí nk. líkt og reyndar var búist við.

Opinber úrslit kosninganna verða kynnt á miðvikudag.

Nákvæmar tölur um kosningaþátttöku liggja enn ekki fyrir en talið er að þátttaka í kosningunum í dag hafi jafnvel slegið met frá árinu 1965 er 84,75% kosningabærra manna mættu á kjörstað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka