100 milljón konur vantar vegna kyngreindra fóstureyðinga

Heimilislaus börn í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í atvinnuleit.
Heimilislaus börn í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í atvinnuleit. AP

Stúlkur undir átján ára aldri eru sá hópur fólks sem lifa við hvað mesta mismunun í heiminum í dag samkvæmt nýrri skýrslu samtakanna Plan International. Samkvæmt skýrslunni eru meiri líkur á að stúlkur búi við fátækt, þjáist af næringarskorti og verði fyrir ofbeldi en drengir. Þá eru mun meiri líkur á að kvenkynsfóstrum sé eytt og minni líkur á að stúlkur komist til mennta. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Um er að ræða einn fjórða hluta jarðarbúa og segir í skýrslunni að líklega búi enginn annar hópur af þeirri stærðargráðu við jafnmikla mismunun. Þá segir að stúlkur búi við mismunun frá þeirri stundu sem þær séu getnar þar sem mun meiri líkur séu á að kvenkynsfóstrum sé eytt. Þá séu nýfæddar stúlkur mun frekar sveltar og þeim misþyrmt en nýfæddum drengjum.

Skýrslan er byggð á tölfræðilegum upplýsingum um stúlkur innan átján ára aldurs víðs vegar að úr heiminum og eru Bangladesh, Indland, Nepal, Pakistan, Alsír, Egyptaland og Marokkó þar nefnd sem þau lönd þar sem mismunun gegn stúlkum er hvað mest. Þá segir að heiminn „vanti” 100 milljón konur vegna þess að kvenfóstrum hafi verið eytt. Þar af „vanti" 50 milljón konur vegna þessa í Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka