Farandverkamen flæmdir frá Moskvu

Pelsklædd kona að versla skyndibita er tákn um breytta tíma …
Pelsklædd kona að versla skyndibita er tákn um breytta tíma í Moskvu. mbl.is/Einar Falur

Yfirvöld í Moskvu hafa í hyggju að fækka fjölda farandverkamanna í borginni. borgarstjórinn, Júrí Lúzhkof hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fækka skuli erlendu vinnuafli og hygla „okkar eigin verkamönnum”. Samkvæmt Alþjóðabankanum er Rússland næst á eftir Bandaríkjunum í fjölda farandverkamanna.

Fréttavefur BBC segir að aukinn auður sem skapast hafi eftir fall kommúnismans hafi skapað gríðarlegan fjölda starfa í höfuðborginni, bæði í hinu opinbera og hinu óopinbera hagkerfi borgarinnar.

Verkamenn frá fátækum löndum flykkjast í þau störf en þeir eru ekki alltaf velkomnir og segir BBC að víða leiði kynþáttahatur til ofbeldis og nú hefur verið gripið til þess ráðs að stemma stigu við fjölda farandverkamanna. Til dæmis með því að banna þeim að starfa á mörkuðum og í verslunum en reglugerð þar að lútandi tók gildi 1. apríl síðast liðinn og gripið verður til frekari aðgerðir á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert