Rússneski utanríkisráðherrann Sergej Lavrov hvatti í dag Bandaríkjamenn til að stöðva áætlanir sínar um eldflaugavarnir í Evrópu svo þjóðirnar geti rætt saman um lausn á deilum sínum um eldflaugavarnir.
Rússar hafa stungið upp á sameiginlegan rekstur á ratsjárstöð í Aserbaidsjan og hefur Bush Bandaríkjaforseti tekið vel í hugmyndir um samstarf Rússa og Bandaríkjamanna um varnamál. Bandaríkjamenn hafa hins vegar Rússum til ama engu að síður haldið áfram viðræðum sínum við Tékka og Pólverja um að koma þar upp eldflaugavörnum.