Lögreglan í Svíþjóð færði átta menn til yfirheyrslu í dag í tengslum við rannsókn á barnaklámhring þar í landi.
Lögregla réðist inn á átta mismunandi staði víðsvegar um landið og tóku haldi tölvur mannanna, að sögn Anders Ahlquist, lögreglumanns.
Mönnunum, sem sagðir eru vera sænskir að uppruna og á fertugsaldri, var sleppt eftir yfirheyrslur en liggja enn undir grun lögreglu um aðild að málinu. Sjö þeirra játuðu sig seka af sumum þeirra brota sem borin voru á þá.
Aðgerðin er ekki tengd alþjóðalegri aðgerð breskra yfirvalda gegn barnaklámhring í gær. Enn er of snemmt að segja til um hvort mennirnir hafi einhver alþjóðleg tengsl.