Harriet Harman hlaut nauma kosningu sem aðstoðarflokksleiðtogi breska Verkamannaflokksins á aukaflokksþingi flokksins í Manchester og tekur því við af John Prescott, sem sagði af sér á sama tíma og Tony Blair tilkynnti að hann myndi segja af sér embætti leiðtoga flokksins.
Harman, sem er 56 ára gömul og aðstoðardómsmálaráðherra Bretlands vann fimm mótframbjóðendur sína í aðstoðarleiðtogakjöri, sem fór fram meðal þingmanna, flokksfélaga og félaga í verkalýðsfélögum, sem tengjast Verkamannaflokknum. Harman fékk 50,43% atkvæða en Alan Johnson, aðstoðarmenntamálaráðherra, fékk 49,56%.