Danskur úrsmiður var í dag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir að skjóta fimm skotum úr byssu á þrjá Serba, sem reyndu að ræna verslun hans í Kaupmannahöfn í janúar sl. Tveir af ræningjunum voru dæmdir í 2 ára fangelsi og þeim var jafnframt vísað úr landi í Danmörku en sá þriðji hefur ekki fundist enn.
Úrsmiðurinn hlaut dóm fyrir ólöglega vopnaeign en hann var tvær skammbyssur og afsagaða haglabyssu í verslun sinni þegar ræningjarnir komu þar inn vopnaðir byssum, sem reyndust síðar vera leikfangabyssur.
Maðurinn var sýknaður af ákæru fyrir sérlega hættulega líkamsárás, sem hefði getað varðað 2 ára fangelsi. Dómari sagði, að úrsmiðurinn hefði verið að verja hendur sínar með lögmætum hætti. Hann hefði verið beittur ofbeldi og talið að líf hans væri í hættu.