Mikið rigningarveður hefur verið í Danmörku það sem af er sumri og má m.a. sjá afleiðingar þess á því eftir hverju fólk leitar helst hjá upplýsingaþjónustum í landinu. Að jafnaði fer hvað mest fyrir fyrirspurnum um sumarbústaði en í ár hefur mun meira farið fyrir fyrirspurnum um raka, fúa og jafnvel sjúkrahjálp. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
“Maður sér greinileg merki leiðindaveðursins í leitarstrengjunum,” segir Jørgen Nicolaisen, yfirmaður upplýsingaþjónustunnar De Gule Sider.
Hún bendir þó á að sumir hlutir breytist aldrei, eins og til dæmis eftirspurn eftir gæludýragæslu yfir sumarmánuðina.