Obama segist reiðubúinn að fyrirskipa að árás yrði gerð í Pakistan

Barack Obama.
Barack Obama. AP

Barack Obama, einn af forsetaframbjóðendum Demókrataflokksins, hefur sagt að hann myndi fyrirskipa Bandaríkjaher að gera árás á al-Qaeda hryðjuverkasamtökin án þess að bíða eftir að fá samþykki pakistanskra stjórnvalda. Obama lét ummælin falla í ræðu sem fjallaði um sýn hans í utanríkismálum.

Utanríkisráðuneyti Pakistans segir að hvers konar hótanir um að gripið verði til beinna hernaðaraðgerða gegn al-Qaeda á pakistanskri grundu í þeim einum tilgangi að skora pólitísk stig sé ekki við hæfi.

Fyrr í þessum mánuði sagði Hillary Clinton, sem er helsti andstæðingur Obama í kapphlaupinu um forsetaútnefningu demókrata, að stefna Obama í utanríkismálum væri „barnaleg“. Clinton sagði þetta í kjölfar sjónvarpskappræðna forsetaframbjóðenda demókrata.

Á meðan kappræðunum stóð sagði Obama að hann væri reiðubúinn að funda með leiðtogum ríkja á borð við Kúbu, Norður-Kóreu og Íran án nokkurra skilyrða, segir á vef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert