Ræningja Madeleine leitað í Belgíu

Madeleine er leitað um allan heim.
Madeleine er leitað um allan heim. Reuters

Lögreglan í Belgíu leitar nú karlmanns sem sást á veitingahúsi með stúlku sem líktist Madeleine McCann, stúlkunni sem hvarf á Portúgal. Lögreglan hefur gefið út mynd af manninum sem gerð var eftir minni vitnis.

Vitnið, kona, sagðist hafa séð enskumælandi konu með hollenskum manni og ungri stúlku á veitingastað í belgíska bænum Tongeren, nærri Maastricht.

Konan, sem er barnasálfræðingur, hringdi á lögregluna en þegar hún snéri aftur á borð sitt voru þremenningarnir horfnir.

Lögreglumaður í Tongeren sagði að lögreglan tæki málið mjög alvarlega og hefur hún sent gosflösku sem stúlkan drakk úr til rannsóknar.

Barnasálfræðingurinn sagði stúlkuna nauðalíka Madeleine MacCann og að hún hafi litið út fyrir að vera taugaóstyrk. Þetta er í annað sinn sem sést til stúlkunnar í Belgíu síðan hún hvarf í Portúgal fyrir þremur mánuðum síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert