Flugræningjar gefast upp

Ræningjar tyrkneskrar farþegaþotu hafa gefist upp og leyst alla gísla sína úr haldi. Alls voru 136 farþegar um borð í vélinni. Flugræningjarnir sögðust vera liðsmenn al-Qaida og vera með sprengju um borð en flugmenn vélarinnar lentu henni á Antalya flugvelli skammt frá strönd Miðjarðarhafsins í Tyrklandi. Flugræningjarnir höfðu óskað eftir því að henni yrði flogið til Írans eða Sýrlands.

Samgönguráðherra Tyrklands segir annan flugræningan vera tyrkneskan, en hinn er talinn vera palestínskur með sýrlenskt vegabréf.

Tyrkneska farþegaþotan.
Tyrkneska farþegaþotan. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka