Ræningjar tyrkneskrar farþegaþotu hafa gefist upp og leyst alla gísla sína úr haldi. Alls voru 136 farþegar um borð í vélinni. Flugræningjarnir sögðust vera liðsmenn al-Qaida og vera með sprengju um borð en flugmenn vélarinnar lentu henni á Antalya flugvelli skammt frá strönd Miðjarðarhafsins í Tyrklandi. Flugræningjarnir höfðu óskað eftir því að henni yrði flogið til Írans eða Sýrlands.
Samgönguráðherra Tyrklands segir annan flugræningan vera tyrkneskan, en hinn er talinn vera palestínskur með sýrlenskt vegabréf.