Dean farinn að láta finna fyrir sér í Mexíkó

Dean sést hér á gervitunglamynd sem var tekin í dag.
Dean sést hér á gervitunglamynd sem var tekin í dag. AP

Fellibylurinn Dean, sem er orðinn að fimmta stigs fellibyl, gekk á land við Karíbahafsströnd Mexíkó í dag. Mikil úrkoma og hvassviðri fylgir Dean. Margir ferðamenn hafa leitað sér skjóls í neyðarskýlum eða á hótelum.

Dean hefur þegar orðið 11 manns að bana og nú hefur hann numið land á Mayan Riviera hótellengjunni í Mexíkó.

Ferðamenn hafa safnast saman á hóteli sem búið er að breyta í skýli fyrir 400 manns á Playa del Carmen. Þar deila allt að 12 manns einu herbergi. „Við gætum verið hér í tvo eða þrjá daga án vatns eða rafmagns,“ sagði ítalski ferðamaðurinn Emanuela Beriola. Hún er búinn að koma sér upp matarbirgðum af dósamat og orkudrykkjum.

Fimmta stigs fellibyljir eru sjaldgæfir, en þeir gerast ekki kraftmeiri en það. Árið 2005 þeir hinsvegar fjórir. Þeirra á meðal var fellibylurinn Katrín sem lagði New Orleans í rúst. Á undanförnum árum hafa óvenju kröftug óveður rennt stoðum undir þá kenningu vísindamanna að hlýnun lofthjúpsins eigi þátt í því að hitabeltisstormar verði svo öflugir sem raun ber vitni.

Vindstyrkur Dean er sagður ná 260 km hraða á klst. Auga stormsins er nú sagt vera í um 160 km fjarlægð frá ströndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert