Engin hætta reyndist á ferðum í Kaupmannahöfn

Hætt var við að rýma hús við Nattergalevej í Kaupmannahöfn í dag eftir að í ljós kom, að efni, sem fannst í stigagangi og óttast var að væri sprengiefni, reyndist vera venjulegur stíflueyðir.

Svæðinu umhverfis húsin hafði verið lokað en lögregla aflétti viðbúnaðarástandi þegar í ljós kom hvers kyns efnið var.

„Við tökum enga áhættu en í þetta skipti var ekki ástæða til ótta," hefur Berlingske Tidende eftir talsmanni lögreglunnar. Hann sagði, að hugsanlega hefði verið um prakkarastrik ungmenna að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka