Dómari neitar að stöðva framsal Noriegas

Manuel Noriega.
Manuel Noriega. Reuters

Dómari í Miami á Flórída hefur hafnað kröfu lögmanna Manuels Noriegas, fyrrum leiðtoga Panama, um að koma í veg fyrir framsal hans til Frakklands þar sem hann hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir peningaþvætti.

Noriega, sem er 73 ára, var handtekinn þegar Bandaríkjamenn gerðu innrás í Panama árið 1989. Hann var síðan dæmdur til 17 ára fangelsisvistar fyrir aðild að fíkniefnasmygli. Árið 1999 var Noriega dæmdur í 10 ára fangelsi í Frakklandi að sér fjarverandi fyrir peningaþvætti.

Gert var ráð fyrir að Noriega yrði leystur úr haldi um helgina en vegna framsalskröfunnar verður væntanlega ekki af því. Lögfræðingar hans hafa krafðist þess að framsalskröfu Frakka verði hafnað þar sem hann sé stríðsfangi og eigi því skilið vernd Genfarsáttmálans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert