Súnnítar í Írak hætta að sniðganga þingið

Íraska þinghúsið í Bagdad.
Íraska þinghúsið í Bagdad. Reuters

Hópur súnní-múslíma eru hættir að sniðganga Íraksþing, en hópurinn er einn af þeim síðustu sem hafa snúið aftur til starfa eftir að hafa gengið á dyr fyrir þremur mánuðum.

Samtökin (The Iraqi National Dialogue Front) segja að ríkisstjórnin hafi samþykkt að taka á áhyggjum manna af öryggismálum auk þess sem þau hafa samþykkt að fresta viðræðum um olíulög.

Ríkisstjórn Íraks er að íhuga mikilvæg lög sem Bandaríkin hafa krafist að þau setji, en mjög er þrýst á að endi sé bundinn á það pólitíska þrátefli sem ríkir í landinu.

Á mánudag mun yfirmaður heraflans í Írak auk sendiherra Bandaríkjanna í landinu greina Bandaríkjaþingi frá skýrslu er varðar hernaðaráætlun Bandaríkjanna í Írak.

Leiðtogi National Dialogue Front, Saleh al-Mutlaq, segir að allir 11 meðlimir samtakanna, sem eiga sæti á þinginu muni snúa aftur til starfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert